Stafræn umbreyting í Hafnarfirði – 1160 dagar

Hafnarfjarðarbær efnir til ráðstefnu 10. nóvember 2022 um stafræna umbreytingu í sveitarfélaginu frá 2019 til dagsins í dag.

Þrjú ár er ekki langur tími í svo stóru verkefni en eitt og annað hefur gerst á þeim tíma. Á þessari ráðstefnu mun starfsfólk gefa innsýn í vegferðina og það sem framundan er. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, mun opna ráðstefnuna.

Sveitarfélögin vinna náið saman í stafrænum verkefnum og gott samstarf er einnig við Stafrænt Ísland. Á ráðstefnunni mun Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, og Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, halda erindi. Auk þess mun Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri stafrænnar Reykjavíkurborgar, stýra fundinum. Í lok ráðstefnunnar verður nýr vefur og nýjar mínar síður kynntar.

Áhugafólk um stafræna þjónustu sveitarfélaga er hvatt til að skrá sig á ráðstefnuna sem verður haldin í Bæjarbíói en einnig verður hægt að fylgjast með ráðstefnuninni í streymi.

Skráning

"*" indicates required fields

Untitled
Mæting
This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Dagskrá

Tími: 10. nóvember 2022, kl 13-17
Staðsetning: Bæjarbíó, Strandgötu í Hafnarfirði
Fundarstjóri: Þröstur Sigurðsson, Reykjarvíkurborg

12.30: Húsið opnar

13.00: Ávarp
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri

13.10: 1160 dagar í stafrænni umbreytingu
Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri

13.30: Félagsþjónusta með nokkrum smellum
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri

13.40: Bylting í mannauðsmálum
Kristín Sigrún Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri

14:00: Uppbygging stafrænna innviða
Eymundur Björnsson, deildarstjóri

14.10: Kortavefur og ábendingagátt, breytt verklag og samskipti við íbúa
Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður

14.20: Kaffi

14.50: Innritunarferli í skólum 
Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður bæjarráðs

15.00: Ávextir samstarfs sveitarfélaga
Fjóla María Ágústsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga

15.20: Ísland.is, líka fyrir sveitarfélögin
Andri Heiðar Kristinsson, Stafrænt Ísland

15.40: Nýr vefur Hafnarfjarðarbæjar og Mínar síður
Garðar Rafn Eyjólfsson, vefstjóri

16.00: Samantekt
Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri Reykjavíkurborg

16.10: Léttar veitingar